Krímskagadeilan mun kosta Rússa og íbúa Krímskaga mikið Finnur Thorlacius skrifar 18. mars 2014 14:59 Ekki eru allir íbúar krímskagans sáttir við ástandið. Innlimun Krímskagans mun að vonum kosta Rússland skildinginn. Aðeins 10% af þeirri orku sem notuð er á Krímskaganum er framleidd þar. Af því rafmagni sem þar er notað kemur 80% frá öðrum stöðum Úkraínu, 90% af vatninu sem þar er notað og 65% af gasinu. Jafnvel þó að Rússland sé í raun fært um að útvega þá orku sem til þarf til notkunar á Krímskaga er ekki fyrir hendi þeir innviðir sem til þarf að útvega hana. Að auki kemur 70% af opinberu fjármagni sem eytt er á Krímskaga beint frá Kiev. Rússar hafa sagt að þeir ætli að leggja 565-680 milljarða króna til aðstoðar á Krímskaga. Þá er ekki innifalinn sá kostnaður sem hlýst af myntbreytingu í rússneska rúblu og samþættingu bankakerfisins við það rússneska. Ein blóðtakan enn er stórleg fækkun ferðamanna til Krímskagans sem hafa mun enn ein neikvæð áhrifin á efnahaginn á Krímskaga. Í fyrra komu 6 milljónir ferðamanna til skagans og 70% þeirra komu frá Úkraínu og hætt er við því að áhugi þeirra til heimsókna þangað verði all lítill eftir innlimunina í Rússaland. Þó að þessi Krímkrísa sé í raun pólitískt stríð milli Rússlands og hins vestræna heims þarf fólk á Krímskaga áfram að borða, borga reikninga og klæða börnin sín. Margir íbúar Krímskagans hafa eðlilega af þessu miklar áhyggjur og segja að ástandið sé ekkert nema efnahagsleg kollsteypa. Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Innlimun Krímskagans mun að vonum kosta Rússland skildinginn. Aðeins 10% af þeirri orku sem notuð er á Krímskaganum er framleidd þar. Af því rafmagni sem þar er notað kemur 80% frá öðrum stöðum Úkraínu, 90% af vatninu sem þar er notað og 65% af gasinu. Jafnvel þó að Rússland sé í raun fært um að útvega þá orku sem til þarf til notkunar á Krímskaga er ekki fyrir hendi þeir innviðir sem til þarf að útvega hana. Að auki kemur 70% af opinberu fjármagni sem eytt er á Krímskaga beint frá Kiev. Rússar hafa sagt að þeir ætli að leggja 565-680 milljarða króna til aðstoðar á Krímskaga. Þá er ekki innifalinn sá kostnaður sem hlýst af myntbreytingu í rússneska rúblu og samþættingu bankakerfisins við það rússneska. Ein blóðtakan enn er stórleg fækkun ferðamanna til Krímskagans sem hafa mun enn ein neikvæð áhrifin á efnahaginn á Krímskaga. Í fyrra komu 6 milljónir ferðamanna til skagans og 70% þeirra komu frá Úkraínu og hætt er við því að áhugi þeirra til heimsókna þangað verði all lítill eftir innlimunina í Rússaland. Þó að þessi Krímkrísa sé í raun pólitískt stríð milli Rússlands og hins vestræna heims þarf fólk á Krímskaga áfram að borða, borga reikninga og klæða börnin sín. Margir íbúar Krímskagans hafa eðlilega af þessu miklar áhyggjur og segja að ástandið sé ekkert nema efnahagsleg kollsteypa.
Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira