Viðskipti erlent

Office pakkinn verður fáanlegur á iPad

Baldvin Þormóðsson skrifar
Office pakkinn hefur verið fáanlegur á spjaldtölvur með Windows stýrikerfi en aldrei Apple spjaldtölvur á borð við iPad.
Office pakkinn hefur verið fáanlegur á spjaldtölvur með Windows stýrikerfi en aldrei Apple spjaldtölvur á borð við iPad. vísir/getty
Stórfyrirtækið Microsoft heldur viðburð næsta mánudag í San Francisco þar sem fyrirtækið mun að öllum líkindum bjóða iPad notendum að niðurhala nýjasta Microsoft Office pakkanum í spjaldtölvuna.

Þessu greinir fréttavefur Forbes frá.

Gengi hlutabréfa Microsoft hefur skotist upp eftir tilkynninguna, en gengi bréfanna hefur ekki verið jafnhátt síðan árið 2000.

Í tilkynningu Microsoft frá því í seinustu viku er greint frá því að fyrirtækið muni bjóða upp á Office 365 pakkann fyrir einstaka notendur fyrir mánaðarlegt gjald. Tilboðið eigi að vera hentugt fyrir eina borðtölvu og eina spjaldtölvu, hins vegar er ekki greint frá því hvaða tegund spjaldtölvu tilboðið muni ganga með.

Stórfyrirtækið hefur verið að vinna í útgáfu Office pakkans fyrir iPad í einhvern tíma en til þess að niðurhala pakkanum verða spjaldtölvueigendur að gerast áskrifendur að Office 365.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×