Viðskipti erlent

Galli í Snapchat gæti eyðilagt Iphone

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Snapchat hefur aftur komist í hann krappann
Snapchat hefur aftur komist í hann krappann
Snapchat, vinsælt mynddreifingarforrit í snjallsíma, getur valdið því að símar verða berskjaldaðir fyrir tölvuárásum.

Í viðtali Los Angeles Times við öryggisráðgjafann Jamie Sanchez kemur fram að gallinn lýsi sér í því að tölvuþrjótar geti sent mörg þúsund skilaboð á örfáum sekúndum til einstakra notenda forritsins með þeim afleiðingum að síminn verður ónothæfur. 

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem vakið er máls á öryggismálum Snapchat en í lok síðasta árs láku 4,6 milljónum nafna og símanúmera notenda forritsins á netið og voru stjórnendur fyrirtækisins gagnrýndir harðlega fyrir seinagang.

Sanchez segir að með einföldum kóða væri hægt að senda slík fjöldaskilaboð eins og greint er frá hér að ofan á hina liðlega 5 milljón notenda á innan við klukkustund. Stjórnendur Snapchat hafa brugðist við með því að loka á notendur sem gerst hafa sekir um að misnota sér gallann.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×