Tónlist

One Direction selja mest

One Direction er gífurlega vinsæl hljómsveit.
One Direction er gífurlega vinsæl hljómsveit. Nordicphotos/Getty
Strákasveitin One Direction á mest seldu plötuna í Bretlandi árið 2013. Þriðja breiðskífa sveitarinnar Midnight Memories hefur selst í 685.000 eintökum, þrátt fyrir að platan hafi komið út seint í nóvember. Þeir slá þar listamönnum á borð við Arctic Monkeys, Justin Timberlake og Daft Punk við.

Þó svo að plata drengjanna Midnight Memories hafi verið mest seld og selst hraðast fylgir skoska söngkonan Emeli Sandré þeim fast á eftir því hún seldi 683.000 eintök af plötunni Our Version of Events.

Hér er listinn yfir tíu söluhæstu plötur Bretlands.

1. One Direction - Midnight Memories

2. Emeli Sandé - Our Version of Events

3. Michael Bublé - To Be Loved

4. Robbie Williams - Swings Both Ways

5. Olly Murs - Right Place Right Time

6. Bruno Mars - Unorthodox Jukebox

7. Rod Stewart - Time

8. Arctic Monkeys - AM

9. Gary Barlow - Since I Saw You Last

10. Ellie Goulding - Halcyon

Hér er listinn yfir tíu mest seldu smáskífur Bretlands.

1. Thicke ft Pharrell Williams and T.I. - Blurred Lines

2. Daft Punk ft Pharrell Williams - Get Lucky

3. Avicii - Wake Me Up

4. Passenger - Let Her Go

5. Naughty Boy ft Sam Smith - La La La

6. Katy Perry - Roar

7. Macklemore & Ryan Lewis - Thrift Shop

8. Pink ft Nate Ruess - Just Give Me A Reason

9. OneRepublic - Counting Stars

10. Justin Timberlake - Mirrors






Fleiri fréttir

Sjá meira


×