Viðskipti erlent

Audi kynnir spjaldtölvu

Samúel Karl Ólason skrifar
Á kynningu Audi í fyrradag keyrði tölva þessum bíl inn á sviðið.
Á kynningu Audi í fyrradag keyrði tölva þessum bíl inn á sviðið. Mynd/AP
Bílaframleiðandinn Audi kynnti spjaldtölvu á, CES 2014, sem tengist bílum frá fyrirtækinu og hannaður er til að þola árekstra. Tölvan er keyrir á Android stýrikerfi og er með 10,2 tommu skjá. Sagt er frá þessu á síðunni Techradar.com.

Ricky Hudi forstjóri rafmagns- og raftækjaþróunar Audi segir tölvuna ekki vera eins og aðrar tölvur sem hægt er að tengja við bíla. Spjaldtölvan varð til með samstarfi bílaframleiðendans við Google og fyrirtækið Open Automotive Alliance.

„Hún stendur fyrir hina fullkomnu blöndu nýjustu tækni úr heimi neytendavara, með áreiðanleika og traustleika heims bílanna,“ segir Hudi. Tölvan er keyrð af Tegra 40 örgjafanum frá Nvidia og tengist bílnum með þráðlausri tengingu. Auk þess að hægt sé að stýra útvarpinu með henni og er hægt að vafra á netinu með henni ásamt fleiru.

Á kynningu Audi kom þó ekki fram hvort spjaldtölvan yrði seld með nýjum bílum frá Audi, seld sér, eða alls ekki seld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×