Tónlist

Málmmessa áratugarins í bíó

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Upptaka af tónleikum Skálmaldar í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands verður sýnd í Háskólabíói á sunndaginn.
Upptaka af tónleikum Skálmaldar í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands verður sýnd í Háskólabíói á sunndaginn. fréttablaðið/vilhelm
Miðasala er hafin á Málmmessu áratugarins sem sýnd verður í frábærum gæðum á sunnudaginn í Háskólabíói.

Um er að ræða sýningu á mynd- og hljóðupptöku af tónleikum Skálmaldar, í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands, Karlakór Reykjavíkur, Kammerkórinn Hymnodiu og barnakór Kársnesskóla.

Tónleikarnir fóru fram í Eldborg fyrir fullu húsi í lok nóvember.

Mynd- og hljóðupptaka er væntanleg í verslanir á sambyggðum CD og DVD þann 17. desember og verður vísast í fjölmörgum jólapökkum þetta árið.

Sýningin fer hins vegar fram klukkan 21.00 í sal 1 í Háskólabíói að kvöldi sunnudagsins 15. desember.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×