Viðskipti erlent

Danskir bankar standast álagspróf

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Fjárhirsla í Danske Bank. Danskir bankar eru sagðir vel undir það búnir að takast á við möguleg áföll.
Fjárhirsla í Danske Bank. Danskir bankar eru sagðir vel undir það búnir að takast á við möguleg áföll. Mynd/Danske Bank
Stórir bankar í Danmörku koma til með að standast væntanlegt álagspróf Evrópusambandsins (ESB) með ágætum, segir Lars Rohde, seðlabankastjóri Danmerkur.

Berlingske Tidende hefur eftir Rohde á ársfundi Samtaka danskra fjármálafyrirtækja (Finansrådet) sem fram fór á mánudag að Seðlabankinn hafi búið til sitt eigið álagspróf, til undirbúnings fyrir væntanlegt Evrópupróf.

Niðurstöðurnar úr því prófi, sem ekki hafa enn verið gerðar opinberar, sýni að stærri danskir bankar standi vel undir þeim kröfum sem gerðar verði í komandi álagsprófi.

Þeir hafi komist í gegn um allar sviðsmyndir sem teiknaðar hafi verið upp án þess að eiginfjárstaða þeirra hafi farið niður fyrir átta prósent, en þar liggja mörkin sem ESB setur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×