Viðskipti erlent

Bannað að endurselja

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Fyrirtæki á borð við Amazon.com og Apple hafa fylgst grannt með máli ReDigi og hafa hannað kerfi til endursölu á stafrænu efni.
Fyrirtæki á borð við Amazon.com og Apple hafa fylgst grannt með máli ReDigi og hafa hannað kerfi til endursölu á stafrænu efni.
Samkvæmt úrskurði dómara í Bandaríkjunum hefur fyrirtækinu ReDigi verið meinað að miðla stafrænni tónlist viðskiptavina sinna í endursölu. Fram kemur á vef BBC að dómarinn, Richard Sullivan, segi „notaða“ stafræna tónlist brjóta á höfundarrétti.

ReDigi sagðist fyrsta löglega leiðin til að endurselja tónlist sem keypt hefði verið á netinu. Tónlistarframleiðendur voru á öndverðum meiði og Capitol Records höfðaði mál á hendur fyrirtækinu í janúar í fyrra. Í fyrradag úrskurðaði svo dómari í New York að ReDigi byggi til óheimil afrit af tónlist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×