Tónlist

Músíktilraunir fá níu milljónir frá Senu

Hljómsveitin Retrobot vann Músíktilraunir í fyrra.
Hljómsveitin Retrobot vann Músíktilraunir í fyrra.
Fyrirtækið Sena hefur ákveðið að styrkja tónlistarkeppnina Músíktilraunir um níu milljónir á þremur árum. Sigurvegarar keppninnar fá 250 þúsund í verðlaun frá Senu ár hvert næstu þrjú árin. Í yfirlýsingu segist Sena vilja með framtakinu styðja við þá öflugu grósku sem er í tónlistarlífi ungs fólks á Íslandi. Einnig bindur fyrirtækið vonir við að með styrknum verði mögulegt að leggja aukinn kraft í framkvæmd og kynningu á keppninni. Senn styttist í næstu Músíktilraunir er keppnin verður haldin 17. til 23. mars í Hörpu. Skráning fer fram á musiktilraunir.is og lýkur henni í dag, 3. mars.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×