Viðskipti erlent

Verðbólga jókst á evrusvæðinu

Freyr Bjarnason skrifar
Mario Draghi er bankastjóri Seðlabanka Evrópu.
Mario Draghi er bankastjóri Seðlabanka Evrópu. nordicphotos/afp
Verðbólga á evrusvæðinu jókst í nóvember og er komin í 0,9 prósent. Talið er að þessi tíðindi muni draga úr þrýstingi á Seðlabanka Evrópu um að slaka enn frekar á peningastefnu sinni í næstu viku.

Verðbólgan í Evrópusambandsríkjunum sautján var 0,7 prósent í október og jókst því um 0,2 prósent í síðasta mánuði.

Engu að síður er verðbólgan vel fyrir neðan verðbólgumarkmið Seðlabanka Evrópu sem miðast við að halda henni rétt undir tveimur prósentum.

Samkvæmt Eurostat hefur atvinnuleysi á evrusvæðinu dregist lítillega saman frá því að náði methæðum í september, eða 12,2 prósentum. Í október var það 12,1 prósent.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×