Viðskipti erlent

iPhone með stærri skjá í þróun hjá Apple

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Nordic Photos AFP
Apple er að hanna nýjan iPhone með stærri skjá sem er kúptur og með betri skynjara sem greina mismunandi þrýsting. Þetta er haft eftir ónefndum viðmælenda á vef Bloomberg. Símarnir eru ætlaðir í sölu á seinni hluta næsta árs.

Framleiða á tvær tegundir, eina með 5,5 tommu skjá og aðra með 4,7 tommu skjá og yrðu það stærstu símarnir frá Apple. Þó er ekki búið að klára hönnunina enn samkvæmt viðmælenda Bloomberg. Með þeirri stærð myndi Apple nálgast stærð Galaxay Note 3 símanum sem Samsung opinberaði í september.

Apple breytti frá venjum sínum í september þegar tvær útgáfur af iPhone voru kynntar á sama tíma, iPhone 5s, sem er þróaðri og dýrari, og iPhone 5c sem er á lægra verði. Þannig vildi Apple stækka notendahóp sinn. Eftirspurnin eftir 5s símanum er þó mun meiri og búið er að draga úr framleiðslu 5c símans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×