Viðskipti erlent

Lundúnir fá eigið höfuðlén

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Frá og með næsta vori geta fyrirtæki með bækistöðvar í Lundúnum sótt um endinguna .london.
Frá og með næsta vori geta fyrirtæki með bækistöðvar í Lundúnum sótt um endinguna .london. mynd/getty
Lundúnir verða innan skamms ein af fyrstu borgum Evrópu til að fá sitt eigið höfuðlén. Hefð er fyrir því að lönd hafi höfuðlén frekar en borgir, en frá og með næsta vori geta fyrirtæki með bækistöðvar í Lundúnum sótt um endinguna .london.

New York-borg hefur nú þegar fengið höfuðlénið .nyc samþykkt og hafa París, Berlín og Vínarborg einnig sótt um.

Alls bíða um 1.200 höfuðlén samþykkis hjá ICANN (The Internet Corporation for Assigned Names and Numbers) og þeirra á meðal eru endingarnar .app, .gay, .news og .catholic, en það síðastnefnda hefur Vatíkanið í Róm sótt um.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×