Viðskipti erlent

Auglýsingar byrja á Instagram

Samúel Karl Ólason skrifar
Upplýsingar frá Facebook og Instagram verða notaðar svo auglýsingarnar henti hverjum notenda.
Upplýsingar frá Facebook og Instagram verða notaðar svo auglýsingarnar henti hverjum notenda. Mynd/AFP
Auglýsingar verða nú sýnilegar í forritinu Instagram og munu þær þekkjast á því að yfir þeim stendur „Sponsored“. Allir notendur forritsins mun sjá auglýsingarnar. Þó er hægt að fela einstakar auglýsingar og gefa skoðun sína á auglýsingunni. Notast er við upplýsingar frá forritinu og Facebook, sem á Instagram, til að ákveða hvaða auglýsingar henta hverjum notenda.

Engar breytingar eru gerðar á eignarétti mynda sem settar eru inn á Instagram og eiga notendur sínar myndir áfram. „Markmið okkar er að gera Instagram að stað þar sem notendur koma til að tengjast og fá innblástur. Að byggja Instagram upp sem fyrirtæki mun hjálpa okkur að þjóna samfélaginu og í senn viðhalda einfaldleikanum sem þið þekkið og elskið,“ segir í tilkynningu frá Instagram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×