Viðskipti erlent

Nýtt app breytir framrúðunni í GPS-tæki

Bjarki Ármannsson skrifar
Á mynd má sjá hvernig appinu er ætlað að virka við akstur.
Á mynd má sjá hvernig appinu er ætlað að virka við akstur. Mynd tekin af heimasíðu Hudway
Nýtt app fyrir snjallsíma vísar ökumönnum á leiðarenda án þess að þeir þurfi að taka augun af veginum. Þetta gerir það með því að varpa upplýsingum beint á framrúðu bílsins.

Appið, sem kallast Hudway, er ókeypis og þegar komið á markað fyrir iPhone síma. Það virkar þannig að ökumaður slær inn hvert leiðinni er haldið og kemur síma sínum svo fyrir á mælaborði bílsins. Þaðan á síminn að varpa leiðbeiningum á rúðuna, auk upplýsinga um hraða bílsins, viðvörunum um krappar beygjur, o.s.frv.

Framleiðendur Hudway appsins segja þetta bæta öryggi vegfarenda til muna. GPS-tæki í núverandi mynd séu truflandi við akstur, sérstaklega við erfiðar aðstæður.

Í meðfylgjandi myndbandi má sjá kynningu á appinu. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×