Viðskipti erlent

Hönnuðu ósýnilegan reiðhjólahjálm

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Anna og Terese voru í sjö ár að þróa hjálminn.
Anna og Terese voru í sjö ár að þróa hjálminn.
Margir hjólreiðamenn kjósa það frekar að hjóla án hjálms, og stefna þannig öryggi sínu í hættu vegna hégóma eða fyrir aukin þægindi. Tvær sænskar uppfinningakonur telja sig hafa fundið góða lausn á vandanum.

Undanfarin sjö ár hafa þær Anna og Terese unnið að þróun ósýnilegs reiðhjólahjálms sem þær segja veita vernd gegn hvers konar höfuðhöggum sem venjulegir hjálmar veita vörn gegn.

Hövding-hjálmarnir eru vísir til að slá í gegn meðal hjólreiðafólks, en sjá má fyrirbærið í meðfylgjandi myndbandi.

The Invisible Bicycle Helmet | Fredrik Gertten from Focus Forward Films on Vimeo.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×