Stefnir í vínþurrð í heiminum Jón Júlíus Karlsson skrifar 29. október 2013 23:59 Í víngeiranum stefnir í óefni en samkvæmt rannsókn frá Morgan Stanley Research mun framboð á víni ekki mæta eftirspurn á næstu árum. Á síðasta ári nægði vínframleiðsla rétt svo til þess að anna þeirri eftirspurn sem var til staðar á þeim tíma. Ef við eftirspurnina bætist svo það magn af víni sem notað er til þess að búa til blandaða víndrykki vantaði í raun um 300 milljón kassa af víni til þess að anna eftirspurn. Eins og staðan er núna stefnir í það að heimshörgull verði á víni og það bráðlega. „Gögnin sýna að það geti orðið ónægt framboð á víni til þess að mæta eftirspurn á komandi árum,“ segir í rannsókninni. Vandamálið er í raun tvíþætt. Annars vegar hefur neysla á víni aukist hratt síðan seint á tíunda áratugnum. Árið 1996 var neysla heimsbyggðarinnar á víni 2,400 milljónir í kössum talið og árið 2008 náði vínneysla hámarki. Það ár voru kassarnir af víni sem drukkið var 2800 milljón talsins. Sérstaklega hefur neysla aukist í Bandaríkjunum og Kína. Bandaríkin, sem drekka 12 prósent af öllu víni í heiminum, hafa tvöfaldað sína neyslu síðan í byrjun aldarinnar og sömu sögu má segja um Kína. Þar hefur neyslan tvöfaldast tvisvar sinnum á síðustu 5 árum. Hins vegar hefur vínframleiðsla ekki náð að halda í við aukna eftirspurn. Afköst hafa minnkað jafnt og þétt í mörgum af mest velmegandi vínhéruðum heims. Síðan árið 2004 hafa afköst minnkað um 500 milljón kassa framleidda á ári. Í þeim þremur löndum sem framleiða hvað mest vín á ári hefur landsvæði sem helgað er ræktun vínviðar minnkað síðan árið 2001. Þó eru góðu fréttirnar þær að uppskera ársins 2013 var einstaklega góð miðað við 2012. Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Í víngeiranum stefnir í óefni en samkvæmt rannsókn frá Morgan Stanley Research mun framboð á víni ekki mæta eftirspurn á næstu árum. Á síðasta ári nægði vínframleiðsla rétt svo til þess að anna þeirri eftirspurn sem var til staðar á þeim tíma. Ef við eftirspurnina bætist svo það magn af víni sem notað er til þess að búa til blandaða víndrykki vantaði í raun um 300 milljón kassa af víni til þess að anna eftirspurn. Eins og staðan er núna stefnir í það að heimshörgull verði á víni og það bráðlega. „Gögnin sýna að það geti orðið ónægt framboð á víni til þess að mæta eftirspurn á komandi árum,“ segir í rannsókninni. Vandamálið er í raun tvíþætt. Annars vegar hefur neysla á víni aukist hratt síðan seint á tíunda áratugnum. Árið 1996 var neysla heimsbyggðarinnar á víni 2,400 milljónir í kössum talið og árið 2008 náði vínneysla hámarki. Það ár voru kassarnir af víni sem drukkið var 2800 milljón talsins. Sérstaklega hefur neysla aukist í Bandaríkjunum og Kína. Bandaríkin, sem drekka 12 prósent af öllu víni í heiminum, hafa tvöfaldað sína neyslu síðan í byrjun aldarinnar og sömu sögu má segja um Kína. Þar hefur neyslan tvöfaldast tvisvar sinnum á síðustu 5 árum. Hins vegar hefur vínframleiðsla ekki náð að halda í við aukna eftirspurn. Afköst hafa minnkað jafnt og þétt í mörgum af mest velmegandi vínhéruðum heims. Síðan árið 2004 hafa afköst minnkað um 500 milljón kassa framleidda á ári. Í þeim þremur löndum sem framleiða hvað mest vín á ári hefur landsvæði sem helgað er ræktun vínviðar minnkað síðan árið 2001. Þó eru góðu fréttirnar þær að uppskera ársins 2013 var einstaklega góð miðað við 2012.
Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira