Viðskipti erlent

Verður Moshi Monsters stærri en Pokemon?

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Yfir 80 milljón ungmenna spila leikinn víðsvegar um heiminn.
Yfir 80 milljón ungmenna spila leikinn víðsvegar um heiminn.
Moshi Monsters skrímslin, taka stórt stökk, frá því að vera tölvuleikjafígúrur yfir í að verða kvikmyndastjörnur, en ný mynd um Moshi Monsters verður frumsýnd í desember. Þetta kemur fram á Contactmusic.com.

Fyrir þá sem ekki vita hvað Moshi Monsters er, þá er um að ræða gríðarlega vinsælan tölvuleik fyrir krakka á aldrinum 6 til 14 ára, sem hægt er að spila á internetinu. Yfir 80 milljónir ungmenna spila leikinn víðsvegar um heiminn.

Leikurinn gengur út á að notendur velja eitt til sex skrímsli sem þeir þurfa svo að hugsa um og búa til nöfn á. Leikurinn er einhversstaðar á milli þess að vera eins og Pokemon og Tamagotchi.

Eins vel og leikurinn hefur gengið er ekki skrítið að það sé gerð bíómynd um skrímslin.

Þegar myndin um Pokemon kom út árið 1998 varð hún strax afar vinsæl hjá börnum og fór í metáhorf strax á fyrstu vikunni sem hún var sýnd í kvikmyndahúsum. Gróðinn vegna Pokemon myndarinnar var að lokum 163 milljónir dollara.

„Við erum spennt að sýna fyrstu myndina um Moshi Monsters,“ segir Michael Acton, framkvæmdarstjóri Mind Candy, sem gefur út leikinn. „Við getum varla beðið eftir því að sjá Moshi Monsters á stóra skjánum.“

Hér að neðan er kynningarmyndbandið vegna myndarinnar:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×