Viðskipti erlent

Toyota innkallar 885.00 bifreiðar

Haraldur Guðmundsson skrifar
Innköllunin á að mestu við um bíla sem seldir hafa verið í Bandaríkjunum.
Innköllunin á að mestu við um bíla sem seldir hafa verið í Bandaríkjunum.
Japanski bílaframleiðandinn Toyota hefur tilkynnt um innköllun á 885.000 bifreiðum fyrirtækisins.

Innköllunin á að mestu við um bíla sem seldir hafa verið í Bandaríkjunum og tekur til undirgerðanna Camry, Camry Hybrid, Avalon, Avalon Hybrid og Venza, árgerð 2012 og 2013.

Innköllunin er gerð vegna þess að vatn getur í sumum tilvikum lekið frá loftræstibúnaði bílanna inn í líknarbelgi. Vatnslekinn veldur þá skammhlaupi sem kveikir á viðvörunarljósi bílanna. Í einstaka tilvikum geta líknarbelgirnir orðið óvirkir eða blásið út.

Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem Toyota tilkynnir um innköllun á þessum skala. Í síðasta mánuði innkallaði fyrirtækið um 780 þúsund bifreiðar vegna galla í fjöðrunarbúnaði. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×