Viðskipti erlent

IKEA framleiðir skýli fyrir flóttamenn

Kristján Hjálmarsson skrifar
Sænski húsgagnaframleiðandinn IKEA vinnur nú að því að þróa neyðarskýli fyrir fólk á átakasvæðum. Húsin eiga að koma í flötum pakningum, eins og tíðkast með vörur frá fyrirtækinu, og eru afar einföld í uppsetningu.

IKEA-foundation sjóðurinn hefur verið að vinna með Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna

„Mörg af hinum hefðbundnum skýlum sem flóttamenn hafast í endast ekki nema í um sex mánuði og þá þarf að skipta þeim út,“ segir í yfirlýsingu frá IKEA. Neyðarskýlin eiga hins vegar að endast í þrjú ár.

Það tekur um fjórar klukkustundir að setja skýlið saman en í fyrstu lítur það út eins og hefðbundin bókahilla frá sænska framleiðandanum. Skýlið er um 17 rúmmetrar eða tvöfalt stærra en hefðbundið tjald.

IKEA vonast til að geta framleitt skýlin fyrir um 650-1000 dollara stykkið í fjöldaframleiðslu eða um 80-120 þúsund krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×