Viðskipti erlent

Þjóðverjar viðurkenna Bitcoin

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Bitcoin hefur nú verið viðurkennd sem löggilt mynt í Þýskalandi.
Bitcoin hefur nú verið viðurkennd sem löggilt mynt í Þýskalandi. mynd/afp
Þýskaland hefur viðurkennt Bitcoin sem löggilda mynt. Þýskaland verður þar með fyrsta landið til þess að viðurkenna myntina. Þetta kemur fram í frétt The Register.

Þeir sem safna Bitcoin mynt munu ekki koma til með að þurfa að greiða skatt, ef verðmæti gjaldmiðilins eykst við ávöxtun.  

Hins vegar þarf hver sá sem á viðskipti með myntina að greiða fjármagnstekjuskatt af hagnaði vegna viðskipta með myntina.

Það gæti þó orðið nokkur vandi að leggja skatt á hagnaðinn þar sem að það er varla nokkur leið að komast að því hvað, hver einstaklingur á. Viðskiptin með gjaldmiðilinn eru mestan part nafnlaus og fáar leiðir eru til þess að komast að því hvar peningafærslur hafa farið fram.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×