Instagram bannar öðrum að nota „Insta“ og „Gram“. Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 21. ágúst 2013 10:22 Forsvarsmenn Instafram og Facebook ætla að taka fyrir að önnur forrit noti orðin „Insta“ og „Gram“. í nöfnum sínum. mynd/afp Instagram hefur ákveðið að banna öðrum forritum eða öppum að hafa annað hvort orðið „Insta“ eða „Gram“ í heiti sínu. Þetta kemur fram í frétt Techcrunch.com. Forsvarsmenn Instagram hafa þegar byrjað að senda tölvupósta til þeirra viðbóta sem nota annað hvort orðanna. Þeir krefjast þess að þess að framleiðendur forritanna taki þessi orð úr nöfnum þeirra. Instagram hefur hingað til verið verndað vöruheiti en ekki orðin „Insta“ eða „Gram“. Þar til nú hefur fyrirtækið jafnvel hvatt aðra til þess að nota annað hvort orðanna í forritum sínum. Instagram sem er nú í eigu Facebook, getur þó aðeins bannað þeim forritum sem tengjast í gegnum hugbúnað Instagram, API (Application programming interface), að nota heitið. Hér eftir munu öpp sem hafa annað hvort orðið í heiti sínu ekki geta tengst í gegnum Instagram appið. Öppin, Statigram, Luxogram, Webstagram, Instadrop og fjöldi annarra nota annað hvort orðið í heiti sínu. Þessar viðbætur þurfa nú að finna nýtt heiti. Þessi forrit hafa verið mikið sótt, sem dæmi nota yfir ein milljón manns Luxogram appið. Statigram hefur þótt sérstaklega gagnlegt forrit þar sem notendur Instagram geta skoðað tölfræðilegar upplýsingar um Instagram aðgang sinn en Instagram býður ekki sjálft upp á þann möguleika. Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Instagram hefur ákveðið að banna öðrum forritum eða öppum að hafa annað hvort orðið „Insta“ eða „Gram“ í heiti sínu. Þetta kemur fram í frétt Techcrunch.com. Forsvarsmenn Instagram hafa þegar byrjað að senda tölvupósta til þeirra viðbóta sem nota annað hvort orðanna. Þeir krefjast þess að þess að framleiðendur forritanna taki þessi orð úr nöfnum þeirra. Instagram hefur hingað til verið verndað vöruheiti en ekki orðin „Insta“ eða „Gram“. Þar til nú hefur fyrirtækið jafnvel hvatt aðra til þess að nota annað hvort orðanna í forritum sínum. Instagram sem er nú í eigu Facebook, getur þó aðeins bannað þeim forritum sem tengjast í gegnum hugbúnað Instagram, API (Application programming interface), að nota heitið. Hér eftir munu öpp sem hafa annað hvort orðið í heiti sínu ekki geta tengst í gegnum Instagram appið. Öppin, Statigram, Luxogram, Webstagram, Instadrop og fjöldi annarra nota annað hvort orðið í heiti sínu. Þessar viðbætur þurfa nú að finna nýtt heiti. Þessi forrit hafa verið mikið sótt, sem dæmi nota yfir ein milljón manns Luxogram appið. Statigram hefur þótt sérstaklega gagnlegt forrit þar sem notendur Instagram geta skoðað tölfræðilegar upplýsingar um Instagram aðgang sinn en Instagram býður ekki sjálft upp á þann möguleika.
Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira