Viðskipti erlent

Spæjaralinsa á snjallsíma

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Með linsunni er auðvelt að taka myndir af fólki án þess að það taki eftir því.
Með linsunni er auðvelt að taka myndir af fólki án þess að það taki eftir því.
Nú er hægt að kaupa linsu á snjallsíma sem gerir fólki það afar auðvelt að taka myndir af öðrum án þess að þeir taki eftir því. Þetta kemur fram í frétt Gizmodo.com.

Fólk þarf ekki að snúa símanum að þeim eða því sem taka á mynd af, heldur getur sá sem er með símann látist vera að skoða símann sinn, en stillt linsuna þannig að hann taki myndir í kringum sig.

Linsan kostar 20 dollara og það er fyrir tækið Photojojo sem framleiðir vöruna. Hvað það er nákvæmlega sem er svona sniðugt með þessari nýju græju er óljóst, nema auðvitað að fólk vilji taka myndir af leynilegri ást sinni eða taka myndir til þess að kúga fé frá einhverjum. Auðvitað er hægt að nota linsuna í saklausari tilgangi en svo, hver og einn verður að finna út úr því.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×