Viðskipti erlent

Sölubann á iPhone afnumið

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Obama beitti neitunarvaldi á innflutnings- og sölubann.
Obama beitti neitunarvaldi á innflutnings- og sölubann. Samsett mynd
Sölubann á eldri tegundum af iPhone og iPad hefur verið afnumið í Bandaríkjunum.

Í júní var úrskurðað á þá vegu að Apple hefði brotið á einkaleyfi keppnautar síns, Samsung. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur nú beitt neitunarvaldi á þennan úrskurð vegna áhrifanna sem hann hefur á samkeppnisaðstöðu í bandarísku hagkerfi. 

Beiting slíks neitunarvalds er sjaldgæfur atburður.

Einkaleyfið hafði að gera með þráðlausu tæknina 3G. ITC, eða International Trade Commission, stöðvaði innflutning og sölur á iPhone 4, iPhone 3, iPhone 3GS og einnig á iPad 3G og iPad 2 3G. Sum þessara tækja eru því ekki lengur til sölu í Bandaríkjunum.

Apple fagnaði þessum fréttum og hrósaði Obama fyrir að hafa staðið með nýsköpun. Auk þess sagði Apple að Samsung hefði misnotað einkaleyfakerfið með þessum hætti.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×