Viðskipti erlent

Detroit skipað að draga gjaldþrotayfirlýsingu til baka

Ástandið í Detroit er slæmt.
Ástandið í Detroit er slæmt. mynd/afp
Dómari í Michigan-ríki í Bandaríkjunum hefur skipað borgaryfirvöldum í Detroit að draga gjaldþrotayfirlýsingu til baka.

Borgin lýsti yfir gjaldþroti í vikunni eftir áratugalanga hnignun í tekjuöflun og aukin útgjöld. Borgin skuldar nú um tvö þúsund milljarða króna.

Dómarinn Rosemarie Aquilia tilkynnti í nótt að gjaldþrotið myndi skerða hlut eftirlaunaþega í Detroit og að það bryti í bága við stjórnarskrá Bandaríkjanna þegar ríkisstjóri eða borgarstjóri stefna lífeyri opinberra starfsmanna í hættu.

Markmið borgaryfirvalda í Detroit var að fara í gjaldþrot og selja eignir borgarinnar til skuldajöfnunar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×