Viðskipti erlent

Nýr vafri frá Opera Software

Nýi vafrinn frá Opera var kynntur í dag.
Nýi vafrinn frá Opera var kynntur í dag.
Hið skandinavíska hugbúnaðafyrirtæki Opera Software kynnti í dag nýja útgáfu af vafra fyrir bæði Windows- og Apple tölvur.

Vafrarinn býður upp á marga nýja eiginleika og einblínir hugbúnaðarfyrirtækið hvað helst á að auka þjónustu ferðamannsins og getu hans til að afla sér upplýsniga um bestu hótelin, flugin og helstu staði til að heimsækja.

Meðal annars býður vafrinn upp á  auðvelda leið til þess að bera saman vefsíður þar sem þú getur safnað saman skjáskotum af allskyns síðum á einn stað.

Hugbúnaðafyrirtækið Opera er að hluta til í eigu Jóns Stephensson von Tetzscner sem er af íslenskum ættum og er búinn að vera mikið í umræðunni undanfarið þar sem hann er orðinn einn helsti fjárfestir á Íslandi eftir hrun.

Hægt er að sækja nýja vafrann  á vefsíðu Opera Software.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×