Sport

Ólafs minnst fyrir stjórnarfund FIBA

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Valli
Aðalstjórn Alþjóðakörfuknattleikssambandsins, FIBA, minntist Ólafs Rafnssonar fyrir fund sinn í Sviss í dag.

Þetta kom fram á heimasíðu FIBA í dag en Ólafur átti sæti í stjórninni sem forseti Körfuknattleikssambands Evrópu. Hann var einnig forseti ÍSÍ.

Ólafur varð bráðkvaddur í Sviss í gær en þar var verið að opna nýjar höfuðstöðvar FIBA í Genf.

Yvan Mainini, forseti FIBA, minntist hans í viðtali við heimasíðu sambandsins. „Ólafur var virtur og vel metinn af samstarfsfólki sínu í körfuboltaheiminum. Það er kalt á Íslandi en Ólafur var mjög hlý persóna,“ sagði hann.

„Þetta er sorgarstund fyrir körfuknattleiksíþróttina en besta leiðin til að heiðra minningu hans er að halda áfram að sinna starfi hans fyrir íþróttina í Evrópu. Það þurfum við að gera öll saman.“

„Hugur okkar er nú hjá fjölskyldu Ólafs,“ sagði hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×