Viðskipti erlent

Milljarðar Gaddafis finnast í Suður Afríku

Í ljós er komið að Muammar Gaddafi fyrrum leiðtogi Lýbíu faldi hluta af auðæfum sínum í Suður Afríku. Fundist hefur reiðufé, gull og demantar en verðmætið er talið yfir milljarður dollara eða yfir 123 milljarða kr.

Í frétt um málið í Sunday Times segir að þessi verðmæti hafi verið í geymslu í fjórum bönkum og hjá tveimur öryggisfyrirtækjum. Fulltrúar stjórnvalda í Lýbíu hafa fundað með ráðamönnum í Suður Afríku um málið.

Þetta er aðeins brot af þeim auðæfum sem talið er að Gaddafi hafi átt erlendis þegar hann var tekinn af lífið haustið 2011. Jafrnvel er talið að auðæfi þessi hafi numið um 80 milljörðum dollara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×