Danske Bank: Evrópska skuldakreppan brátt að baki 3. júní 2013 11:32 Nýjar hagtölur í Evrópu sýna að evrusvæðið er í sókn í efnahagsmálum. Danske Bank segir af því tilefni að skuldakreppan í Evrópu muni brátt heyra sögunni til. Fjallað er um málið í Jyllands Posten og vitnað í nýtt álit sem Danske Bank sendi frá sér í morgun. Þar er vitnað í nýjar PMI tölur sem sýna framgang í iðnaðarframleiðslu skuldsettra landa á borð við Ítalíu og Spán. Hvað evrusvæðið í heild varðar jókst PMI vísitalan fyrir iðnaðarframleiðslu úr 46,7 í 48,3 stig. Danske Bank segir að jafnvel Grikkland sýni framfarir í efnahagsmálum sínum þessa dagana. Raunar hefur komið fram í fréttum yfir helgina að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er ánægður með árangur grískra stjórnvalda og mun því greiða þeim næsta hluta af neyðarláni sjóðsins til Grikklands. Þá kemur fram að búið er að endurmeta PMI tölurnar fyrir Frakkland og Þýskaland og uppfæra þær þannig að framgangurinn sem var í apríl nær einnig til maí mánaðar. Danske Bank segir að þessar tölur þýðir samt ekki að bullandi uppgangur sé í vændum, til þess sé bankakerfi álfunnar enn of laskað og fasteignamarkaðir áfram í lægð. Dansk Bank gerir ráð fyrir að hagvöxtur verði jákvæður að nýju á evrusvæðinu á næsta ári. Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Nýjar hagtölur í Evrópu sýna að evrusvæðið er í sókn í efnahagsmálum. Danske Bank segir af því tilefni að skuldakreppan í Evrópu muni brátt heyra sögunni til. Fjallað er um málið í Jyllands Posten og vitnað í nýtt álit sem Danske Bank sendi frá sér í morgun. Þar er vitnað í nýjar PMI tölur sem sýna framgang í iðnaðarframleiðslu skuldsettra landa á borð við Ítalíu og Spán. Hvað evrusvæðið í heild varðar jókst PMI vísitalan fyrir iðnaðarframleiðslu úr 46,7 í 48,3 stig. Danske Bank segir að jafnvel Grikkland sýni framfarir í efnahagsmálum sínum þessa dagana. Raunar hefur komið fram í fréttum yfir helgina að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er ánægður með árangur grískra stjórnvalda og mun því greiða þeim næsta hluta af neyðarláni sjóðsins til Grikklands. Þá kemur fram að búið er að endurmeta PMI tölurnar fyrir Frakkland og Þýskaland og uppfæra þær þannig að framgangurinn sem var í apríl nær einnig til maí mánaðar. Danske Bank segir að þessar tölur þýðir samt ekki að bullandi uppgangur sé í vændum, til þess sé bankakerfi álfunnar enn of laskað og fasteignamarkaðir áfram í lægð. Dansk Bank gerir ráð fyrir að hagvöxtur verði jákvæður að nýju á evrusvæðinu á næsta ári.
Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira