Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á áli réttir úr kútnum

Heimsmarkaðsverð á áli hefur rétt aðeins úr kútnum á síðustu dögum.  Verðið miðað við þriggja mánaða framvirka samninga stendur nú í 1919 dollurum á tonnið.

Um miðjan síðasta mánuð var verðið komið niður í 1.830 dollara á tonnið.  Það hefur því hækkað um 5% á þessu tímabili.

Það sem liggur að baki hækkunum á álverðinu síðustu daga er m.a. veiking á gengi dollarans og hagtölur sem benda til þess að iðnaðarframleiðslan í Evrópu sé að braggast.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×