Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar að nýju

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað að nýju á síðustu tveimur sólarhringum. Tunnan af Brent olíunni er komin í rúma 103 dollara en verð hennar fór undir 100 dollara síðasta mánudagsmorgun og hefur verð hennar því hækkað um 3% á þessu tímabili.

Tunnan af bandarísku léttolíunni hefur ekki hækkað eins mikið eða um 2% frá því á mánudagsmorgun og er komin í 93,5 dollara.

Helstu ástæður fyrir þessum verðhækkunum er veiking á gengi dollarans og fregnir af vandamálum við olíuflutninga á Norðursjó. Félagið Nexen tilkynnti í upphafi vikunnar að afhending á olíu frá Buzzard svæðinu myndi liggja niðri framundir vikulokin vegna tækjabilunar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×