Viðskipti erlent

Gífurlegt tap hjá Hótel d'Angleterre

Gífurlegt tap varð hjá hinu sögufræga Hótel d'Angleterre í Kaupmannahöfn á síðasta ári. Tapið nemur 461 milljón danskra kr. eða um 9,9 milljörðum kr.

Fjallað er um málið á vefsíðu börsen. Þar segir að unnið hafi verið að umfangsmiklum breytingum og endurbótum á hótelinu undanfarin tvö ár. Þær breytingar hafi kostað mun meira en áætlað var og skýrir það hið mikla tap. Hótel d'Angleterre var síðan opnað að nýju fyrir gesti og gangandi í síðasta mánuði.

Eins og kunnugt er áttu Íslendingar um tíma þetta hótel en seldu það aftur til fyrri eigenda í kjölfar hrunsins árið 2008.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×