Viðskipti erlent

Enn eitt atvinnuleysismetið á evrusvæðinu

Enn eitt atvinnuleysismetið var sett á evrusvæðinu í apríl. Atvinnuleysið mældist 12,2% í apríl og jókst um 0,1 prósentu frá fyrri mánuði.

Í frétt um málið á vefsíðu BBC segir að þar með séu tæplega 19,4 milljónir manna án vinnu á evrusvæðinu. Mesta atvinnuleysið er í Grikklandi og á Spáni þar sem um fjórðungur vinnuaflsins er atvinnulaus. Minnsta atvinnuleysið er í Austurríki eða 4,9%.

Forráðamenn evrusvæðisins hafa miklar áhyggjur af miklu atvinnuleysi meðal ungs fólks eða þeirra sem eru undir 25 ára aldri. Í apríl voru 3,6 milljónir ungs fólks án atvinnu á svæðinu og er atvinnuleysið meðal þess að meðaltali um 24,4%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×