Viðskipti erlent

Axcel sjóðurinn byrjar að selja hluti í Pandóru

Axcel sjóðurinn hefur sett 10% hlut í skartgripaframleiðandanum Pandóru í sölu. Það eru J.P. Morgan Securities og Nordea Markets sem annast söluna á þessum hlut en reiknað er með að sölunni ljúki í dag.

Alls er um 13 milljónir hluta að ræða og miðað við markaðsverð þeirra í kauphöllunni í Kaupmannahöfn augnablikinu (203 danskar kr. á hlut) er verðmæti þeirra rúmlega 2,6 milljarðar danskra kr. eða um 55 milljarðar kr.

Í frétt um málið á vefsíðu börsen er haft eftir sérfræðingum að sennilega muni Axcel selja alla hluti sína í Pandóru innan ekki svo langs tíma en eftir söluna í dag á Axcel enn um 40% í Pandóru.

Eins og áður hefur komið fram í fréttum eru endurheimtur Seðlabanka Íslands af sölunni á FIH bankanum árið 2010 bundnar að hluta til við gengi Axcel sjóðsins. Sjá nánar hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×