ESB útvíkkar rannsókn sína á olíusamráðinu 22. maí 2013 10:08 Samkeppnisyfirvöld innan Evrópusambandsins hafa útvíkkað rannsókn sína á meintu samráði um skráð heimsmarkaðsverð á olíu hjá þremur af stærstu olíufélögum Evrópu og ráðgjafafyrirtækisins Platts. Í frétt um málið á vefsíðu Verdens Gang segir að fyrrgreind yfirvöld hafi fengið þrjá hrávörurisa í Sviss í lið með sér til að upplýsa verðsamráðið. Hér er um að ræða Glencore Xstrata, Gunvor og Vitol Group. Bloomberg fréttaveitan hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum í þessum þremur fyrirtækjum að „þeir þekki til málsins“. Rannsókn ESB hófst með látum í síðustu viku þegar húsleitir voru gerðar í höfuðstöðvum Statoil, BP og Shell. Þessi olíufélög eru grunuð um víðtækt samráð um að stjórna heimsmarkaðsverði á olíu undanfarin áratug. Sjá hér. Verdens Gang hefur eftir Craig Pirrong forstjóra Alþjóðaorkustofnunar háskólans í Houston að þetta olíuhneyksli eigi eftir að verða stærra. Málið víkki út eftir því sem meira af tölvupóstum og fleiri gögnum koma til rannsóknar. „Við erum að tala um að stór hluti af öllum olíuviðskiptum í heiminum tengist þessu máli,“ segir Pirrong. Fleiri olíufélög en þau þrjú sem nefnd eru hér að framan koma þegar við sögu í rannsókn ESB þótt ekki hafi verið farið í húsleitir hjá þeim. Þetta eru m.a. Neste Oil í Finnlandi og Argos Energy í Hollandi. Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Samkeppnisyfirvöld innan Evrópusambandsins hafa útvíkkað rannsókn sína á meintu samráði um skráð heimsmarkaðsverð á olíu hjá þremur af stærstu olíufélögum Evrópu og ráðgjafafyrirtækisins Platts. Í frétt um málið á vefsíðu Verdens Gang segir að fyrrgreind yfirvöld hafi fengið þrjá hrávörurisa í Sviss í lið með sér til að upplýsa verðsamráðið. Hér er um að ræða Glencore Xstrata, Gunvor og Vitol Group. Bloomberg fréttaveitan hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum í þessum þremur fyrirtækjum að „þeir þekki til málsins“. Rannsókn ESB hófst með látum í síðustu viku þegar húsleitir voru gerðar í höfuðstöðvum Statoil, BP og Shell. Þessi olíufélög eru grunuð um víðtækt samráð um að stjórna heimsmarkaðsverði á olíu undanfarin áratug. Sjá hér. Verdens Gang hefur eftir Craig Pirrong forstjóra Alþjóðaorkustofnunar háskólans í Houston að þetta olíuhneyksli eigi eftir að verða stærra. Málið víkki út eftir því sem meira af tölvupóstum og fleiri gögnum koma til rannsóknar. „Við erum að tala um að stór hluti af öllum olíuviðskiptum í heiminum tengist þessu máli,“ segir Pirrong. Fleiri olíufélög en þau þrjú sem nefnd eru hér að framan koma þegar við sögu í rannsókn ESB þótt ekki hafi verið farið í húsleitir hjá þeim. Þetta eru m.a. Neste Oil í Finnlandi og Argos Energy í Hollandi.
Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira