Dómsdags fjárfestar veðja á stórt markaðshrun 24. maí 2013 14:22 Hlutabréf hafa hækkað svo mikið í verði það sem af er þessu ári að fjárfestar eru í auknum mæli farnir að veðja á að markaðurinn hrynji og það í stórum stíl. Fjallað er um málið á vefsíðu CNNMoney. Þar er m.a. fjallað um Universa Investments sem eyðir hundruðum milljóna dollara á hverju ári í að kaupa hruntryggingar. Fjárfestar hafa flykkst til Universa á fyrsta ársfjórðungi ársins. Mark Spitznagel forstjóri Universa segir að fólk sé farið að átta sig á því að hreyfingar á markaðinum séu ónáttúrulegar og villandi. Hann telur að hrun sé framundan en í augnablikinu sé ódýrt að kaupa hruntryggingar því það séu ekki margir sem eru á þessari skoðun. Hruntryggingar Universa eru í formi afleiða sem gefa af sér gríðarlegan hagnað ef markaðurinn hrynur um 20% eða meira. Nassim Taleb einn af ráðgjöfum Universa, og fyrrum afleiðusali, kallar þessar hruntryggingar eða vogunarstöður „svarta svaninn“. Svartur svanur komi upp þegar atburðir gerast eins og fjármálahrunið 2008 og kjarnorkuslysið í Japan 2011. Spitznagel er viss um að 20% markaðshrun muni gerst á næsta hálfa til heila árinu. Hann segir að hrunið á hlutabréfamarkaðinum í Japan í vikunni sé forsmekkurinn að því sem koma skal. Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Hlutabréf hafa hækkað svo mikið í verði það sem af er þessu ári að fjárfestar eru í auknum mæli farnir að veðja á að markaðurinn hrynji og það í stórum stíl. Fjallað er um málið á vefsíðu CNNMoney. Þar er m.a. fjallað um Universa Investments sem eyðir hundruðum milljóna dollara á hverju ári í að kaupa hruntryggingar. Fjárfestar hafa flykkst til Universa á fyrsta ársfjórðungi ársins. Mark Spitznagel forstjóri Universa segir að fólk sé farið að átta sig á því að hreyfingar á markaðinum séu ónáttúrulegar og villandi. Hann telur að hrun sé framundan en í augnablikinu sé ódýrt að kaupa hruntryggingar því það séu ekki margir sem eru á þessari skoðun. Hruntryggingar Universa eru í formi afleiða sem gefa af sér gríðarlegan hagnað ef markaðurinn hrynur um 20% eða meira. Nassim Taleb einn af ráðgjöfum Universa, og fyrrum afleiðusali, kallar þessar hruntryggingar eða vogunarstöður „svarta svaninn“. Svartur svanur komi upp þegar atburðir gerast eins og fjármálahrunið 2008 og kjarnorkuslysið í Japan 2011. Spitznagel er viss um að 20% markaðshrun muni gerst á næsta hálfa til heila árinu. Hann segir að hrunið á hlutabréfamarkaðinum í Japan í vikunni sé forsmekkurinn að því sem koma skal.
Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira