Viðskipti erlent

Mettap hjá Formúlu 1 liðinu Lotus

Formúlu 1 liðið Lotus tapaði 56,8 milljónum punda eða yfir 10,5 milljörðum króna á síðasta ári. Þetta er mest tap einstaks liðs í sögu Formúlu 1 keppninnar.

Í frétt um málið í Daily Telegraph segir að höfuðástæðan fyrir þessu tapi Lotus liðsins sé mikill samdráttur í tekjum frá þeim sem styðja liðið fjárhagslega, eða um 20%,  þar á meðal frá Lotus Cars þótt sá bílaframleiðandi leggi enn nafn sitt til liðsins.

Á móti hefur svo kostnaður aukist um rúm 9% milli ára m.a. vegna aukinna launagreiðslna til ökuþóra liðsins en í þeim hópi er m.a. Kimi Raikkonen fyrrum heimsmeistari.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×