Viðskipti erlent

Fannie Mae borgar tæpa 7.000 milljarða í ríkissjóð Bandaríkjanna

Bandaríski fasteignasjóðurinn Fannie Mae mun borga 59,4 milljarða dollara, eða tæplega 7.000 milljarða kr., í ríkissjóð Bandaríkjanna á næstunni.

Stjórnvöld í Bandaríkjunum björgðu Fannie Mae frá gjaldþroti í hruninu 2008 og notuðu til þess rúmlega 116 milljarða dollara.

Rekstur Fannie Mae hefur gengið vonum framar á síðustu árum. Áður hefur Fannie Mae borgað tæpa 36 milljarða dollara í bandaríska ríkissjóðinn og er því nálægt því að hafa borgað upp alla ríkisaðstoðina frá 2008.

Tim Mayopoulos forstjóri Fannie Mae segir í samtali við Bloomberg að bandarískir skattgreiðendur muni fá alla sína peninga til baka frá Fannie Mae og gott betur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×