Viðskipti erlent

Reykingar verða leyfðar á Kastrup flugvelli

Reykingar verða leyfðar á Kastrup flugvelli frá og með júlí í sumar. Þetta kemur fram í frétt á vefsíðu börsen.

Börsen hefur eftir Carsten Nörland markaðsstjóra Kastrup að um fjórðungur þeirra farþega sem fara um flugvöllinn á hverju ári séu reykingarfólk og ætlunin sé að koma til móts við þá. Unnið er að uppsetningu á svölum fyrir reykingarfólkið og verða þær tilbúnar í júlí. Svalirnar verða alls 120 fm á tveimur hæðum.

Kastrup flugvöllur verður að öðru leyti reyklaus með öllu og á þetta nýja fyrirkomulag ekki að trufla aðra farþega sem fara um flugvöllinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×