Viðskipti erlent

Seðlabanki Evrópu lækkar stýrivexti sína

Seðlabanki Evrópu (ECB) lækkaði stýrivexti sína í hádeginu eins og flestir sérfræðingar höfðu búist við. Stýrivextirnir voru lækkaðir um 0,25 prósentur eða niður í 0,5%. Hafa þessir vextir aldrei verið lægri í sögunni.

Í frétt um málið á viðskiptavef Jyllands Posten segir að Mario Draghi bankastjóri ECB hafi með þessari vaxtalækkun tekið á því að lykiltölur úr efnahagskerfum undanfarin hafa valdið vonbrigðum. Vaxtalækkuninni sé ætlað að skapa meiri umsvif í Evrópu og þá einkum á evru-svæðinu.

ECB hefur verið undir töluverðum þrýstingi að lækka stýrivexti sína og áttu margir raunar von á að vextirnir yrðu lækkaðir í mars s.l.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×