Viðskipti erlent

Minnsta atvinnuleysi í Danmörku síðan árið 2009

Atvinnuleysi hefur ekki mælst minna í Danmörku síðan árið 2009. Nýjar tölur frá hagstofu landsins sýna að atvinnuleysið var 5,8% í mars og minnkaði um 0,1% frá fyrra mánuði.

Í dönskum fjölmiðlum kemur fram að í tölunum megi finna bæði góðar og slæmar fréttir. Þær góðu eru að atvinnuleysið minnkar en þær slæmu eru að atvinnuleysi mælist enn hátt meðal yngri aldurshópanna. Þannig er það 9,4% hjá þeim sem eru á aldrinum 25 til 29 ára.

Þá er þess getið að hugsanlega skýrist minnkandi atvinnuleysi af því að margir Danir hafi hreinlega yfirgefið atvinnumarkaðinn en ekki af því að fleiri störf hafi skapast í landinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×