Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar að nýju

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað töluvert frá því síðdegis í gærdag eða um rúmt prósent.

Tunnan af Brent olíunni er komin í rúman 101 dollara og hefur verð hennar ekki verið hærra undanfarna sjö dag. Svipuð hækkun hefur orðið á bandarísku léttolíunni en tunnan af henni er komin í tæpa 90 dollara.

Á vefsíðunni investing.com kemur fram að jákvæða tölur um fasteignamarkaðinn í Bandaríkjunum á fyrsta ársfjórðungi ársins ásamt góðum uppgjörum nokkurra stórfyrirtækja fyrir sama tímabil hafi valdið þessum hækkunum.

Þeir sem versla með hráolíu bíða nú eftir nýjum tölum um olíubirgðir Bandaríkjanna sem birtar verða seinna í dag en þær gætu breytt verðþróuninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×