Viðskipti erlent

Century Aluminum kaupir álver af Rio Tinto Alcan

Century Aluminum, móðurfélag Norðuráls, hefur gengið frá kaupum á bandarísku álveri af Rio Tinto Alcan móðurfélagi álversins í Straumsvík.

Í tilkynningu til Kauphallarinnar um málið segir að um sé að ræða Sebree álverið í Kentucky en þar vinna um 500 manns og ársframleiðslan nemur 205 þúsund tonnum af áli.

Century Aluminum mun borga 61 milljón dollara í reiðufé fyrir álverið eða tæplega 7,2 milljarða króna. Fram kemur í tilkynningunni að kaupin séu m.a. háð samþykki Kenergy Corp. sem selur orku til Sebree en núverandi orkukaupasamningur rennur út í lok janúar á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×