Viðskipti erlent

Fjármálaráðherrar evrusvæðisins funda um Kýpur í dag

Fjármálaráðherrar evrusvæðisins koma saman til fundar í Dublin í dag til þess að leggja síðustu hönd á neyðarlánin til Kýpur frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

Það flækir málið að í vikunni kom fram að Kýpur þarf meiri aðstoð en upphaflega var talið að dygði. Kostnaðurinn við að bjarga Kýpur frá þjóðargjaldþroti er nú talinn 23 milljarðar evra en þegar ákveðið var að veita Kýpur neyðarlánin var kostnaðurinn talinn rúmlega 17 milljarðar evra.

Stjórnvöld á Kýpur þurfa því að finna 5 milljarða evra í viðbót en m.a. hefur verið rætt um að eyjan selji megnið af gullforða sínum. Með sölunni á gullforðanum mætti fá 400 milljónir evra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×