Viðskipti erlent

OECD ætlar að berjast gegn skattaundanskotum fyrirtækja

OECD ætlar að vinna markvisst að því að draga úr skattaundanskotum fyrirtækja í heiminum.

Þetta á að gera með skýrari reglum og meiri samvinnu milli landa. OECD ætlar einkum að einbeita sér að skattaundanskotum sem felast í að fyrirtæki flytja hagnað sinn milli landa í gegnum dótturfélög sín, t.d. þegar móðurfélagið kaupir einhverja vöru eða þjónustu af dótturfélagi sínu á yfirverði. Viðkomandi dótturfélög eru yfirleitt staðsett í skattaskjólum eða á aflandseyjum.

Í umfjöllun um málið á vefsíðu Berlingske Tidende er haft eftir Marlies de Ruiter forstöðumanni skattadeildar OECD að innbyrðis viðskipti milli félaga í sömu eigu séu vandmál hvað skatta varðar og að veita þurfi yfirvöldum aukna möguleika til að taka á því.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×