Viðskipti erlent

Búast við að fá 3,5 milljarða fyrir sálmabók

Bókin var prentuð árið 1640.
Bókin var prentuð árið 1640.
Fyrsta bókin sem var prentuð í Bandaríkjunum verður seld á uppboði í nóvember n.k. Um sálmabók er að ræða og búist er við að allt að 3,5 milljarðar kr. fáist fyrir hana.

Bók þessi, The Bay Psalm Book, var prentuð af Englendingi í Cambridge í Massachusetts árið 1640 eða töluvert áður en Bandaríkin urðu til. Aðeins er vitað um 11 eintök af henni í heiminum í dag og er eintakið sem selt verður það best varðveitta af þeim öllum.

Það er Old South kirkjan í Boston sem selur bókina en uppboðið á henni verður á vegum Sotheby´s.

Eintak af The Bay Psalm Book var síðast selt á uppboði árið 1947. Þá fékkst metfé fyrir bókina eða 151 þúsund dollarar. Var það verð mun hærra en áður hafði fengist fyrir bækur á borð við sjaldgæfar Gutenberg biblíur eða fyrstu útgáfur af verkum William Shakespeare.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×