Viðskipti erlent

Krókódíla Dundee svikinn um nærri fjóra milljarða

Paul Hogan lék í þremur myndum um Krókudíla Dundee, árin 1986, 1988 og 2001.
Paul Hogan lék í þremur myndum um Krókudíla Dundee, árin 1986, 1988 og 2001.
Ástralski leikarinn Paul Hogan, betur þekktur sem Krókódíla Dundee, hefur kært fyrrum fjármálaráðgjafa sinn fyrir að hafa svikið sig um nærri fjóra milljarða króna.

Ráðgjafinn sem hér um ræðir aðstoðaði leikarann við að koma peningunum í skjól frá skattinum í Ástralíu með því að setja þá inn á bankareikning í Sviss. Hogan hefur þegar náð sátt við skattinn um að greiða það sem honum ber af þessari upphæð og kærði ráðgjafann í framhaldinu.

Búið er að gefa út alþjóðlega handtökuskipun á ráðgjafann, Philip Egglishaw að nafni sem er betur þekktur sem Kúluhatts Englendingurinn. Ekki er vitað hvar Eggilshaw heldur til í heiminum. Samstarfsmaður hans í Ástralíu er hinsvegar kominn í fangelsi þar í landi næstu tvö árin vegna sambærilegra skattsvika fyrir auðuga Ástrali.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×