Viðskipti erlent

Hugmyndir um að þjóðnýta eignir lífeyrissjóða á Kýpur

Engin niðurstaða fékkst á neyðarfundi forseta Kýpur með leiðtogum þingflokkanna á eyjunni sem lauk seint í gærkvöldi.

Í frétt um málið á Reuters segir að meðal hugmynda sem voru til umræðu var þjóðnýting á eignum lífeyrissjóðanna á Kýpur. Neyðarfundurinn heldur áfram í dag til að finna aðra lausn á yfirvofandi þjóðargjaldþroti Kýpur eftir að samkomulaginu um neyðarlán frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum var hafnað fyrr í vikunni.

Ráðamenn á Kýpur segja að þeir hafi aðeins nokkra klukkutíma en ekki daga eða vikur til að finna aðra lausn á vandanum.

Þá berst fréttir af því að áform séu uppi um að opna bankana á eyjunni á þriðjudag í næstu viku en óvíst er hvort það gangi eftir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×