Viðskipti erlent

Buffett orðinn einn af stærstu eigendum Goldman Sachs

Buffet fjárfesti í Goldman Sachs þegar fjármálakerfið í Bandaríkjunum riðaði til falls í lok september árið 2008.
Buffet fjárfesti í Goldman Sachs þegar fjármálakerfið í Bandaríkjunum riðaði til falls í lok september árið 2008.
Ofurfjárfestirinn Warren Buffett heldur áfram að hagnast verulega á því að hafa fjárfest í Goldman Sachs bankanum árið 2008.

Wall Street Journal greinir frá því að Buffett, eða félag hans Berkshire Hathaway, hafi samið við bankann um að fá í hendur 10 milljónir hluta í honum. Í staðinn fellur Buffett frá kauprétti sem hann átti í hlutafé bankans á verði sem er töluvert undir markaðsverði þess í dag.

Fram að þessu hefur Buffett hagnast um 3 milljarða dollara, eða um 370 milljarða króna, á fjárfestingu sinni í Goldman Sachs.

Hið nýja samkomulag gerir Buffett að einum af stærstu eigendum bankans og rétt á sæti í stjórn hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×