Viðskipti erlent

Danmörk heldur AAA lánshæfiseinkunn sinni

Danmörk heldur topplánshæfiseinkunn sinni AAA hjá Fitch Ratings með stöðugum horfum.

Í áliti sínu segir Fitch að efnahagur landsins sé traustur, verðbólgan lítil, afgangur sé á viðskiptajöfnuði landsins og bankakerfi þess sé stöðugt.

Fram kemur í álitinu að áhyggjur um framtíð danskra banka hafi minnkað og að kreppan á evrusvæðinu hafi sýnt að danska krónan nýtur trausts meðal fjárfesta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×