Viðskipti erlent

Google Reader allur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
„Ástæðurnar eru tvær og einfaldar. Notkun á Google Reader hefur minnkað og fyrirtæki okkar ætlar að nýta alla sína orku í færri verkefni," segir á heimasíðu tæknirisans Google um ástæðu þess að Google Reader forritinu verði lagt á hilluna.

Forritinu var komið á laggirnar árið 2005 með það að markmiði að auðvelda

netnotendum að fylgjast með uppáhalds vefsíðum sínum. Með því að merkja við síðurnar gátu notendur á einni síðu séð fyrirsagnir frá öllum miðlunum. Þaðan var svo hægt að opna þær fréttir sem vöktu áhuga.

Þjónustunni lýkur þann 1. júlí. Auk Google Reader ætlar tæknirisinn að hætta að bjóða upp á Google Voice forritið fyrir BlackBerry farsíma.

Notendur Google Reader þurfa ekki að örvænta. Fleiri möguleikar standa til boða sem nýta RSS þjónustu, meðal annars þessi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×